sunnudagur, júlí 06, 2003
Jamm einn gaur sem ég talaði við í dag var í sveitinni um helgina hjá einhverjum ættingjum. Sossum ekkert frásögufærandi neitt, nema hvað að hann tók þátt í heyskap. Hann var látinn snúa heyi. Djöfull öfundaði ég hann maður. Já það er slæmt að vera ekki í heyskap svona á sumrin maður. Fá að snúa, garða og moka inn heyinu. Ég man þegar ég var alltaf að moka inn með pabba í den tíð og svo þegar heyið var búið og pabbi fór og sókti meira hey. Á meðan stalst ég alltaf til að fá mér sígarettu á meðan. Usssssss..........ekki segja Pabba frá þessu. hehe......
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli