mánudagur, júlí 07, 2003
Jamm ég og einn náungi fórum að spjalla útfrá því sem ég skrifaði um kviksetningar (sjá 4. júlí) En sá var að segja mér að í einni af hverri 20 kistum sem hafa verið grafnar upp úr kirkjugörðum í englandi voru krafsför innan í kistulokinu. Síðan eftir að þetta gerðist voru strengdar bjöllur úr kistunum og upp, svo að sá sem lifnaði til lífrins gæti gert öðrum viðvart um að hann/hún væri á lífi. Við spjölluðum einnig um þetta ég og Trausti og komumst að því að kviksetningar, þær sökka. Eða öllu heldur, þær totta feitan hest. Einn strákur sagði mér það fyrir nokkrum árum að hann ætli að láta brenna sig þegar hann er dáinn til að fyrirbyggja að þetta gerist með sig sjálfan. Jább það er ekki gott að deyja svona. Þá er betra að láta bara kveikja í sér þegar maður drepst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli