föstudagur, júlí 04, 2003
Ég var að pæla hvað kviksetningar eru ógeðslegar. Já ég var að lesa sögu nokkra sem skeði í Grímsey snemma á síðustu öld, í bókinni þjóðsagnir og þjóðtrú. Þar voru krakkar sem voru að leika sér um kvöld við leiði nokkurt þar sem hafði verið jarðaður maður sem hafði orðið úti og dáið úr kulda. Hafði jarðaförin verið þarna sama dag. Heirðu börnin óvænt vein koma frá gröfinni. Hlupu börnin til síns heima og sögðu heimilisfólki frá þessu en því var ekki sinnt. Um nóttina dreymdi svo húsbóndann að til sín kæmi maður og bæði sig í guðanabænum að grafa upp vin sinn því að hann væri lifandi þarna í gröfinni. Í því vaknar bóndinn og var þá kominn morgunn. Hann spratt á fætur og með því sama rokinn út í kirkjugarð með reku í hönd og byrjar að moka niður í gröfina. Þegar hann var svo kominn niður að kistunni, var þá sá sem þar lá, búinn að brjóta kistulokið og búinn að krafsa sig hálfan uppúr kistunni en hafði sennilega kafnað þarna um nóttina. (enda ekki mikið súrefni þarna niðri) Þetta er óhuggulegt en satt. Sagt er í þessari bók að kvikretningar hafi verið býstna algengar hér fyrr á öldum því að eftir á að hyggja hafa oft heyrst öskur eða vein frá gröfum í gamladaga en fólk í þá daga vað svo draugahrætt að það þorði ekki að grafa niður aftur. Héldu kannski að þetta væri vein frá viðkomandi úr helvíti eða eitthvað. En auðvitað var þetta bara, ef fólk hefði hugsað rökrétt, lifandi maður í gröfinni. Þetta getur skeð þegar fólk verður úti og frýs í hel að ef viðkomandi hefur aðeins verið frosinn í stuttan tíma að þá getur verið að hann sé ekki alveg dauður og þegar hann þiðnar muni sá hinn sami komast til sinnar heilsu á ný en að hefur auðvitað gerst þarna í gröfinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli