laugardagur, júlí 19, 2003
Ég var að pæla í svona mannshvörfum og svona dóteríi en nokkuð margir hafa horfið hér á klakanum frá því að seinni heimstyrjöldinni lauk, eða í kringum 50 pesónur sem hafa horfið sporlaust. Jú sumir hafa e.t.v. fyrirfarið sér og aðrir verið myrtir og líkin verið falin. Svo hafa orðið slys, einhver dottið í djúpa gjótu sem engin vissi um eða dottið í sjóinn, drukknað og líkið rekið á haf út og aldrei fundist. Ýmis mannshvörf hafa einnig valdið miklu fjaðrafoki og látum, eins og Guðmundar og Geirfinnsmál. Svo er einn möguleiki sem mér finnst alveg koma til greina og mér finnst flestir gleima að nefna. Það er rán af geimverum. Margir hafa horfið alveg sporlaust og hvorki tangur né tetur fundist af þeim sem hvarf. En svo eftir kannski 30 ár, hvað gerist ? Sá/sú sem hvarf, allt í einu púff, byrtist aftur. Alveg eins og hann/hún var þegar hann/hún hvarf. meira að segja í sömu fötunum og allt. Vandamálið er bara hann/hún mann ekki rassgat hvað gerðist allan þennan tíma og heldur meira að sega að það sé ennþá árið 1973 en ekki 2003 og verður því alveg standandi tussu bit yfir þessu. Flestar þessar persónur hafa gengist undir sálarrannsókn og verið spurðar spjörunum úr í gegnum dáleiðslu og þá hefur margt komið í ljós. Fólk hefur talað um einkennilega hluti eins og t.d. að vera tekinn með valdi í skrítna flaug sem var eins og diskur í laginu og gerðar tilraunir á þeim þar inni svo og ferðalög inní aðrar víddir. Spúgí að vera rænt af geimverum og verða skilað svona aftur eftir langan tíma og látinn halda að ekkert hafi gerst. það er crípí
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli