Áramóta-anall og fleira
Eitthvað þarf maður jú að skila af sér hérna þar sem árið er að verða búið. Þetta var nú að mestu tíðindalaust hjá mér framanaf enda ný orðinn atvinnulaus og þunglyndur en vorið kom og ég sá mér leik á borði og fór til USA í fáeina daga. Sumarið var algjört bla ég fór ekkert að veiða og ekkert norður eða ferðaðist almennt ekkert. Það var reyndar tekin sumarbústaðavika austrí Grímsnesi í ágúst. Svo kom september og við hjónin letum gefa okkur saman með pompi og prakt og stukkum síðan í brúðkaupsferð norður í Reykjadal það sem við endurtókum hjúskaparheitin í Einarstaðakirkju og áttum svo gott gistirí á Hótel Akureyri.
Jább þetta ár fyrir mig persónulega fær þrjár og hálfa stjörnu en bara þessar þrjár og hálfa koma fyrir gott brúðkaup og aðra góða hluti sem áttu sér stað með lækkandi sól. Lækkandi sól hefur líka almennt góð áhrif á mig. Jól og áramót eru líka skemmtilegustu tímarnir, segi ég fyrir mitt leiti. Þó vildi ég helst vera norður í landi á þessum tíma en það er víst ekki í boði. Ekki í bili.
Akureyri er góður staður líka. Á unglingsárum átti ég þar ágætis tímabil, þó svo að ég hafi verið atvinnulaus og hálf eirðarlaus eitthvað. Hægt að fara á fillirí þegar manni sýndist. Oft vaknaður klukkan tvö eða þrjú á daginn og þá skoppað á billann sem þá var í gilinu eða þá niður á göngugötu og fengið sér pylsu kók í Borgarsöluni. Svo gat maður alltaf séð og hitt á ýmislegt fólk. Möri kannski að týna dósir og þá var rölt að honum og spjallað og fengið að heyra hjá honum klámvísur. Einnig gamla kallin með skúffukjaftinn. Spjallaði alloft við hann. Jón hlaupari hafði nú margoft eitthvað að segja. Það var nú hægt að brydda uppá ýmsu til að rabba við hann um. Já, já. Allt milli himins og jarðar.
Nú og svo var það Kalli Prentari. Það gat verið ágætt að rekast á hann stundum, þ.e.a.s. ef hann var ekki búinn að fá sér neðan í því. Það var nú ekkert fjör að hitta hann þannig. Kalli var að mörguleiti ef ekki öllu leiti hinn besti maður. Ég þekkti hann nú ekkert voðalega mikið en nóg til þess að þarna vissi ég að væri gæðasál á ferðinni. Hann sagði mér eitt sinn að hann hefði verið sem barn, í sveit í Máskoti í Reykjadal nokkur sumur og lét vel af. Hann var fróður um mjög marga hluti og vel inní sögu Akureyrar. Gaman að heyra um það hjá honum. Prentari og setjari ég veit svei mér ekki um starf setjara, heyrði einhvern tímann að það hefði t.d. falist í því að setja upp síður í kannski blöð, raða saman hvar letrið á að koma og hvar myndin á að vera og hvar auglýsingin kemur. Eitthvað þannig. Já, já ég held að þeim gamla hafi líka þótt skemmtilegt að rabba við mig, þetta unglingstötur svona á förnum vegi. Eins og ég segi þetta var ágætis maður. En það fór ekkert sérlega vel í hann að drekka vín. Einu sinni fór ég í ölæði heimtil hans á Brekkugötuna þar sem hann var búinn að hella uppá sig líka og röfluðum við dágóða stund sínahvora samhengisleysuna oní hvern annan. En hann tók mér fagnandi og ég mátti meira að segja reykja inni hjá honum. Ég held síðan að þeir sem fífluðust í honum og voru að gera grín að honum hafi nú alveg mátt líta í eigin barm.
Jæja nóg af þessu ég er nú ekki vanur að strengja einhver vitleysis áramótaheit en segi það hér og nú að ég ætla að vera duglagur að blogga árið 2012. Gleðilegt ár.
laugardagur, desember 31, 2011
laugardagur, desember 17, 2011
Eitthvað út í snjóinn
Er alveg að fíla skammdegið, því að myrkrið er alltaf gott. Nóg um það. Það er búið að skipta um alla glugga í húsinu og setja upp nýja eldhúsinnréttingu. Garðrólan er komin á sinn stað og úti-arninum hef ég plantað niður fyrir framan hana. Þá er hægt að setjast niður og hlýja sér í öllu froztinu með kakó við heitan eldinn.
Jæja nú ætla ég að setjast uppí jeppann minn og keyra út í snjóin.
Er alveg að fíla skammdegið, því að myrkrið er alltaf gott. Nóg um það. Það er búið að skipta um alla glugga í húsinu og setja upp nýja eldhúsinnréttingu. Garðrólan er komin á sinn stað og úti-arninum hef ég plantað niður fyrir framan hana. Þá er hægt að setjast niður og hlýja sér í öllu froztinu með kakó við heitan eldinn.
Jæja nú ætla ég að setjast uppí jeppann minn og keyra út í snjóin.
þriðjudagur, nóvember 01, 2011
Látum okkur þá sjá...
Síðastliðið sumar var feitt depressing en skánaði þó allt margfalt hjá mér þegar líða fór á haustið. Framundir septerbyrjun var ég ekki í skapi fyrir að blogga, ég fór ekkert að veiða í sumar og ferðaðist ekki neitt sem hægt er að tala um að hafi verið vit í. Viss efnisleg barátta spilaði þar stórt hlutverk en það var stríð sem vannst nú fyrir skömmu síðan. Margskonar andleg læti og tilvistarkreppustríð háði ég og er á góðri leið með sigur með því að taka markvist skref í einu.
-----------------
Með innkomu haustsins og lækkandi sól fóru hlutirnir að glæðast. Ég komst þá loksins í fullorðinna manna tölu þegar ég giftist elskunni minni sem ég hef verið með frá tuttugasta áldursári og erum við hjónin nú að standa í því að verzla okkur endaraðhús fyrir okkur tvö, börnin og hundinn.
---------------
Ég held svo áfram að blogga hérna og vera með mp3 drasl og ræða um músík. En núna ætla ég að fara og lemja svolítið á bassann minn.
Síðastliðið sumar var feitt depressing en skánaði þó allt margfalt hjá mér þegar líða fór á haustið. Framundir septerbyrjun var ég ekki í skapi fyrir að blogga, ég fór ekkert að veiða í sumar og ferðaðist ekki neitt sem hægt er að tala um að hafi verið vit í. Viss efnisleg barátta spilaði þar stórt hlutverk en það var stríð sem vannst nú fyrir skömmu síðan. Margskonar andleg læti og tilvistarkreppustríð háði ég og er á góðri leið með sigur með því að taka markvist skref í einu.
-----------------
Með innkomu haustsins og lækkandi sól fóru hlutirnir að glæðast. Ég komst þá loksins í fullorðinna manna tölu þegar ég giftist elskunni minni sem ég hef verið með frá tuttugasta áldursári og erum við hjónin nú að standa í því að verzla okkur endaraðhús fyrir okkur tvö, börnin og hundinn.
---------------
Ég held svo áfram að blogga hérna og vera með mp3 drasl og ræða um músík. En núna ætla ég að fara og lemja svolítið á bassann minn.
föstudagur, maí 27, 2011
Trixtrixtrix
Heppinn ég og allt það og rúmlega það, ég á núna tvo pakka af hinu gómsæta og mínu uppáhalds morgunkorni sem hefur verið harð bannað til innflutnings síðan áttatíu og eitthvað. Synd og skömm og leiðindi í heilbrigðiseftirlitinu. En það þýðir ekkert að jagast, lög eru lög og stjórnvöld auðvitað annt um okkur og vitanlega þurfa þeir að vera með puttana í þeim málum ef kúkurinn úr okkur verður grænn vegna litarefna. Ég ekki að það eigi að skipta nokkru andskotans máli þó að þetta verði leyft þrátt fyrir eitthvað vitleysis litarefni. Ég hef stundum dottið niður á Trix hjá Jóni gerald í Kosti. Þá hefur það verið Trix í Great Value umbúðum sem er svipað batterí og Euroshopper. En það á að leyfa Trix. Sígarettur eru óhollari en Trix, andskotakornið. Þetta er náttúrulega bilun. Jæja en ég ergi mig ekki á því núna ég á þetta til hérna og ætla að njóta vel. Svo ætla ég að ganga glaður út í daginn vitandi það að senn verði hægðirnar mínar grænar vegna litarefnanna. Það er bara skemtileg tilbreyting í litleysi og gráma lífs míns. En jæja, nú er best að fletta blöðunum og fá sér svolítinn kaffisopa í leiðinni.
Heppinn ég og allt það og rúmlega það, ég á núna tvo pakka af hinu gómsæta og mínu uppáhalds morgunkorni sem hefur verið harð bannað til innflutnings síðan áttatíu og eitthvað. Synd og skömm og leiðindi í heilbrigðiseftirlitinu. En það þýðir ekkert að jagast, lög eru lög og stjórnvöld auðvitað annt um okkur og vitanlega þurfa þeir að vera með puttana í þeim málum ef kúkurinn úr okkur verður grænn vegna litarefna. Ég ekki að það eigi að skipta nokkru andskotans máli þó að þetta verði leyft þrátt fyrir eitthvað vitleysis litarefni. Ég hef stundum dottið niður á Trix hjá Jóni gerald í Kosti. Þá hefur það verið Trix í Great Value umbúðum sem er svipað batterí og Euroshopper. En það á að leyfa Trix. Sígarettur eru óhollari en Trix, andskotakornið. Þetta er náttúrulega bilun. Jæja en ég ergi mig ekki á því núna ég á þetta til hérna og ætla að njóta vel. Svo ætla ég að ganga glaður út í daginn vitandi það að senn verði hægðirnar mínar grænar vegna litarefnanna. Það er bara skemtileg tilbreyting í litleysi og gráma lífs míns. En jæja, nú er best að fletta blöðunum og fá sér svolítinn kaffisopa í leiðinni.
miðvikudagur, maí 25, 2011
Honduperri
Honda Crx eru miklar snilldar kerrur. Þetta eru bílar sem ég átti einu sini. Sá hvíti var drullu sprækur alveg þangað til að vélin drullaði upp á bak sé alltaf eftir því að hafa ekki sett aðra vél í þetta boddí sem var nokkuð heillegt en það er auðvitað aldrei hugsað. Svo í fíflahætti seldi ég boddíið í strákbjána sem ætlaði sko aldeilis að gera bílinn upp, hann hélt það nú. Svo mánuði síðar frétti ég að bíllinn hefði farið í tætarann.
En svo var það þessi svarti. Hann var svona rét götufær en alls ekki fær til skoðunnar. Það átti nú aldeilis að gera flott og eiga fínan bíl til að gera upp en þegar vel var að gáð þá var allt gaurryðgað til helvítis, vélin keyrð yfir 350.000 en ekki 210.000 eins og sagt var til um á mælinum(s.s. búið að fikta við það dót) og svo var miklu meira lamasess þegar vel var að gáð og því ekki um annað að ræða en að henda honum eða þá að selja hann öðrum crx-dellukalli í varahluti sem og ég gerði. Ég vonast til að eignast svona bíl einhverntímann aftur.
Honda Crx eru miklar snilldar kerrur. Þetta eru bílar sem ég átti einu sini. Sá hvíti var drullu sprækur alveg þangað til að vélin drullaði upp á bak sé alltaf eftir því að hafa ekki sett aðra vél í þetta boddí sem var nokkuð heillegt en það er auðvitað aldrei hugsað. Svo í fíflahætti seldi ég boddíið í strákbjána sem ætlaði sko aldeilis að gera bílinn upp, hann hélt það nú. Svo mánuði síðar frétti ég að bíllinn hefði farið í tætarann.
En svo var það þessi svarti. Hann var svona rét götufær en alls ekki fær til skoðunnar. Það átti nú aldeilis að gera flott og eiga fínan bíl til að gera upp en þegar vel var að gáð þá var allt gaurryðgað til helvítis, vélin keyrð yfir 350.000 en ekki 210.000 eins og sagt var til um á mælinum(s.s. búið að fikta við það dót) og svo var miklu meira lamasess þegar vel var að gáð og því ekki um annað að ræða en að henda honum eða þá að selja hann öðrum crx-dellukalli í varahluti sem og ég gerði. Ég vonast til að eignast svona bíl einhverntímann aftur.
laugardagur, maí 21, 2011
Ruslatunnukrakkarnir
Hver man ekki eftir þessu kjaftæði. Nú hafa þeir hjá Topps farið út í það að endurútgefa Garbage Pail Kids undir nafninu Flassback. Ég datt niður á þetta rugl á góðum stað og nældi mér í nokkra pakka svona til að sjá hvort að ég fengi eitthvað gamalt uppáhald. En já, maður safnaði þessu drasli þegar maður var krakki og í pökkunum fylgdi með eitthvað ógeðslegt tyggjó sem alltaf endaði í ruslinu og svo bíttuðu menn á milli sín myndum og urðu oft harðvítug átök um flottustu myndirnar. En svo endaði þetta auðvitað útum allt gólf inní herberginu og endaði bara í ruslinu nokkrum misserum á eftir tyggjóinu. Annars getiði séð meira um Garbage Pail Kids á youtube.
Hver man ekki eftir þessu kjaftæði. Nú hafa þeir hjá Topps farið út í það að endurútgefa Garbage Pail Kids undir nafninu Flassback. Ég datt niður á þetta rugl á góðum stað og nældi mér í nokkra pakka svona til að sjá hvort að ég fengi eitthvað gamalt uppáhald. En já, maður safnaði þessu drasli þegar maður var krakki og í pökkunum fylgdi með eitthvað ógeðslegt tyggjó sem alltaf endaði í ruslinu og svo bíttuðu menn á milli sín myndum og urðu oft harðvítug átök um flottustu myndirnar. En svo endaði þetta auðvitað útum allt gólf inní herberginu og endaði bara í ruslinu nokkrum misserum á eftir tyggjóinu. Annars getiði séð meira um Garbage Pail Kids á youtube.
sunnudagur, maí 15, 2011
Búinn brjódidda
Jæja, það er komið sumar og þá eiga allir að vera glaðir á suttermaskyrtum og í bíkini að tana sig út í garði og svoleiðis. Ég lenti í djöfuls vandræðum með gamla prentarann minn þegar yngri strákurinn minn lét einn af hinum fjölmörgu eyrnalokkum mömmu sinnar falla ofan í hann. Svo þegar maður ætlaði að prenta eitthvað út þá sat bara allt fast. Ég fann þetta allt svo út með eyrnarlokkin því að lítill hluti af skrautinu stóð út undan neðsta valsinum sem ælir út blaðinu. Það var dýrt ráð fara með hann á verkstæði þar sem það kostar 15.000 kall að vera mað bilað drasl í viðgerð á tíman þannig að ódýra ráðið var þá bara að henda honum. Ég nennti ekki að standa í að láta gera við þennan tólfára gamla prentara þar sem ég á annan betri svo að ég ákvað já að henda honum eftir að hafa reynt að ná lokkinum úr maskínunni í langan tíma. Ég ákvað því að brjóta hann bara brot af broti og sjá hvað ég þyrfti að brjóta mikið utanaf honum til að ná eyrnarlokknum. Og hér sjáðiði hvað ég þurfti að ganga langt.
Jæja, það er komið sumar og þá eiga allir að vera glaðir á suttermaskyrtum og í bíkini að tana sig út í garði og svoleiðis. Ég lenti í djöfuls vandræðum með gamla prentarann minn þegar yngri strákurinn minn lét einn af hinum fjölmörgu eyrnalokkum mömmu sinnar falla ofan í hann. Svo þegar maður ætlaði að prenta eitthvað út þá sat bara allt fast. Ég fann þetta allt svo út með eyrnarlokkin því að lítill hluti af skrautinu stóð út undan neðsta valsinum sem ælir út blaðinu. Það var dýrt ráð fara með hann á verkstæði þar sem það kostar 15.000 kall að vera mað bilað drasl í viðgerð á tíman þannig að ódýra ráðið var þá bara að henda honum. Ég nennti ekki að standa í að láta gera við þennan tólfára gamla prentara þar sem ég á annan betri svo að ég ákvað já að henda honum eftir að hafa reynt að ná lokkinum úr maskínunni í langan tíma. Ég ákvað því að brjóta hann bara brot af broti og sjá hvað ég þyrfti að brjóta mikið utanaf honum til að ná eyrnarlokknum. Og hér sjáðiði hvað ég þurfti að ganga langt.
föstudagur, apríl 29, 2011
Dýrindis dýrindi
*****************************
Kom mér í samband við ágætan Snuff99 díler sem selur það sæmilega ódýrt miðað við annarsstaðar. Því miður misheppnaðist tilraun til að láta senda mér dollu af Gletscher Prise frá Spáni hingað heim en helvítis tollurinn náði henni og og núna eru tollverðirnir sjálfsagt að troða þessu í sig inná kaffistofunni hjá sér. Ég þekki samt nokkra sem hafa náð að fá heim til sín snuffdósir í gegn um póst en ég átti ekki erindi sem erfiði, það er greinilegt. Gletscher Prise var uppáhaldið mitt þegar efnin voru lögleg. Ætli maður hafi ekki byrjað að fikta við þetta um tíuára aldurinn, sníkja sér í nös af krökkunum í Laugaskóla sem voru bara nokkuð viljugir að gefa manni í trínið. Eitt sinn var ég að laumast til að fá mér í nös í kjallara íþróttahússins þegar starfsmaður skólans og kona skólastjórans stóðu mig að verki. Ekki veit ég hvað kona skólastjórans og þessi tiltekni starfsmaður voru að þvælast saman niðri dimmum og fáförnum kjallaranum og það þegar húsvörðurinn var farinn heim en jæja, þetta var fjandans óheppni. Svo auðvitað frétti skólastjórin þetta í gegn um kellinguna og hann fór að babbla það daginn eftir yfir bekknum hvað það væri ógeðslegt að nota neftóbak og horfði á mig allan tímann, helvítið. Svo þegar maður varð eldri þá fór maður að eignast dósir sjálfur en svo fór maður að reykja og þá varð minna um snuffnotkun. Svo þurftu þeir nú endilega að banna þetta og ég notaði ekki snuff í mörg ár ég er reyndar hættur að reykja fyrir löngu síðan líka. Það er ekki fyrren fyrst núna að ég verslaði mér dollu. Maður er að fá sér svona einu sinni á dag eða annanhvern. En mig langar endilega til að eignast dollu af Gletscher Prise, væri voða gaman ef þið gætuð bent mér á einhvern sem er að díla með svoleiðis sem er þó ekki neitt sérlega líklegt. Senda mér meil.
*****************************
Kom mér í samband við ágætan Snuff99 díler sem selur það sæmilega ódýrt miðað við annarsstaðar. Því miður misheppnaðist tilraun til að láta senda mér dollu af Gletscher Prise frá Spáni hingað heim en helvítis tollurinn náði henni og og núna eru tollverðirnir sjálfsagt að troða þessu í sig inná kaffistofunni hjá sér. Ég þekki samt nokkra sem hafa náð að fá heim til sín snuffdósir í gegn um póst en ég átti ekki erindi sem erfiði, það er greinilegt. Gletscher Prise var uppáhaldið mitt þegar efnin voru lögleg. Ætli maður hafi ekki byrjað að fikta við þetta um tíuára aldurinn, sníkja sér í nös af krökkunum í Laugaskóla sem voru bara nokkuð viljugir að gefa manni í trínið. Eitt sinn var ég að laumast til að fá mér í nös í kjallara íþróttahússins þegar starfsmaður skólans og kona skólastjórans stóðu mig að verki. Ekki veit ég hvað kona skólastjórans og þessi tiltekni starfsmaður voru að þvælast saman niðri dimmum og fáförnum kjallaranum og það þegar húsvörðurinn var farinn heim en jæja, þetta var fjandans óheppni. Svo auðvitað frétti skólastjórin þetta í gegn um kellinguna og hann fór að babbla það daginn eftir yfir bekknum hvað það væri ógeðslegt að nota neftóbak og horfði á mig allan tímann, helvítið. Svo þegar maður varð eldri þá fór maður að eignast dósir sjálfur en svo fór maður að reykja og þá varð minna um snuffnotkun. Svo þurftu þeir nú endilega að banna þetta og ég notaði ekki snuff í mörg ár ég er reyndar hættur að reykja fyrir löngu síðan líka. Það er ekki fyrren fyrst núna að ég verslaði mér dollu. Maður er að fá sér svona einu sinni á dag eða annanhvern. En mig langar endilega til að eignast dollu af Gletscher Prise, væri voða gaman ef þið gætuð bent mér á einhvern sem er að díla með svoleiðis sem er þó ekki neitt sérlega líklegt. Senda mér meil.
föstudagur, apríl 22, 2011
Ljótt
****************************************
Ég hef nú alltaf verið mikill 101maður þó svo að ég hafi ekki átt heima þar til þessa en ég kem þar alltaf og til og hef starfað þar heilmikið líka og stundað viðskipti. Svo er ósköp vinalegt að rúnta laugarveginn um helgar í góðu veðri. En Lindargatan er orðin ljót með þetta austurevrópska lúkk. Það hefði kannski verið nær að viðhalda gömlu húsunum eða byggja ný hús í stíl við gömlu húsin, í staðinn fyrir þessar forljótu gettóblokkir. Skuggahverfið er ekki til lengur nema þá sem yfirbyggt steinsteipudrasl, já þetta er bara ógeðslegt.
Svo skrapp ég í Kópavoginn til að taka mynd af ættaróðali föðurfjölskyldunnar við Álfabrekku 17 en þar hélt ég nú að enn stæði húsið sem var sveitabærinn hans langafa sem var vinarlegt, lítið hús með grænu þaki. Já/nei það var nú víst búið að rífa það og nú stendur þar stórt og ómálað hús á ókláraðri malarlóð. Eitthvað verk sem farið var út í árið 2007. Ég hata 2007 og allt sem gerðist á landinu það ár, alla blekkinguna og ruglið sem við landsmenn vorum lokkuð inní. Nei sennilega hefur kofinn hans langafa verið orðinn ónýtur. Gömluhúsin á Lindargötunni líka. En þetta er samt svo ógeðslegt þarna í miðbænum. En hvað um það Menn eru eitthvað að tala um að vera úr Kópavogi eða kópavogsbúar í húð og hár en fæstir þeirra eru víst ættaðir úr Kópavogi eins og ég. En langafi minn var sumsé með búskap þarna í eldgamla daga þegar amma var lítil.
****************************************
Ég hef nú alltaf verið mikill 101maður þó svo að ég hafi ekki átt heima þar til þessa en ég kem þar alltaf og til og hef starfað þar heilmikið líka og stundað viðskipti. Svo er ósköp vinalegt að rúnta laugarveginn um helgar í góðu veðri. En Lindargatan er orðin ljót með þetta austurevrópska lúkk. Það hefði kannski verið nær að viðhalda gömlu húsunum eða byggja ný hús í stíl við gömlu húsin, í staðinn fyrir þessar forljótu gettóblokkir. Skuggahverfið er ekki til lengur nema þá sem yfirbyggt steinsteipudrasl, já þetta er bara ógeðslegt.
Svo skrapp ég í Kópavoginn til að taka mynd af ættaróðali föðurfjölskyldunnar við Álfabrekku 17 en þar hélt ég nú að enn stæði húsið sem var sveitabærinn hans langafa sem var vinarlegt, lítið hús með grænu þaki. Já/nei það var nú víst búið að rífa það og nú stendur þar stórt og ómálað hús á ókláraðri malarlóð. Eitthvað verk sem farið var út í árið 2007. Ég hata 2007 og allt sem gerðist á landinu það ár, alla blekkinguna og ruglið sem við landsmenn vorum lokkuð inní. Nei sennilega hefur kofinn hans langafa verið orðinn ónýtur. Gömluhúsin á Lindargötunni líka. En þetta er samt svo ógeðslegt þarna í miðbænum. En hvað um það Menn eru eitthvað að tala um að vera úr Kópavogi eða kópavogsbúar í húð og hár en fæstir þeirra eru víst ættaðir úr Kópavogi eins og ég. En langafi minn var sumsé með búskap þarna í eldgamla daga þegar amma var lítil.
mánudagur, apríl 11, 2011
Maðkurinn vaknar
Ég sá orm út í garði þegar snjórinn hvarf síðast. Það segir mér að vorið sé komið. Að vísu koma hret og slyddur eins og þetta skot sem kom í gær. Ætli guð hafi verið að láta í ljós óánægju sína yfir því að við skyldum hafa kosið nei? Hann á vafalaust eftir að taka til hendinni með einu hressilegu vorhreti í viðbót. Hvaða fýla ætli hafi verið í kallinum þegar hann setti af stað alveg znælduvitlaust vorhret í byrjun Júní 1997 þegar ég og fleiri veltumst um skaflana mígandiblindhaugapöddudrullufull við Ýdali á meðan bændur í sveitinni smöluðu inn kindunum sínum sem voru að bera í snjónum. Sennilega hefur hann séð það fyrir hvað ég yrði blautur og syndugur það sumarið og haft leiðindarveður kvöldið sem ég datt hvað hressilegast í það þetta sumar. Ég er mest hissa á því að hann hafi ekki sett af stað eldgos þegar í flutti til Reykjavíkur árið eftir.
Svo er það Charles green. Ég datt niður á þennan gaur fyrir síðustu jól. Hann hefur farið mikinn á youtube um nokkurt skeið þar sem hann er ævinlega brjálaður yfir einhverju eða þá að hann er að segja skoðanir sínar á hlutum sem fara eitthvað í pirrurnar á honum. Þetta er gefið út fyrir að vera liveshow og komið alveg hrátt inn en við erum nú nokkrir á því að þetta sé allt saman leikið eða kannski ekki allt, svona fifftí fifftí. Sennilega er hann skapstór fyrir og strákurinn hans tekið eitthvert bræðiskastið upp og fíflast til að setja það á netið og fólk eitthvað farið að fíla það og kallin svo farið að taka þátt í þessu með drengnum. Það er svona mín kenning. Þá má hann heita helvíti góður leikari fyrst hann nær að halda sér brjáluðum á orginu í stundum sjö mínútur. Já það mætti brúka hann í leikfélaginu, hefði nú einhver sagt. Þið verðið bara að skoða það sjálf, sjón er sögu ríkari. Charles Green er líka á facebook. Ég ætla að verða eins og hann þegar ég verð gamall.
-------------------------------
Já/neinei, ég hef ekki komið því í verk að gera síðuna eins og ég vil hafa hana og verður því engin músík á næstunni ef það er það sem þú ert að falast eftir. Ég laga það samt fyrir páskana. Lofa samt engu skammirnar ykkar.
Ég sá orm út í garði þegar snjórinn hvarf síðast. Það segir mér að vorið sé komið. Að vísu koma hret og slyddur eins og þetta skot sem kom í gær. Ætli guð hafi verið að láta í ljós óánægju sína yfir því að við skyldum hafa kosið nei? Hann á vafalaust eftir að taka til hendinni með einu hressilegu vorhreti í viðbót. Hvaða fýla ætli hafi verið í kallinum þegar hann setti af stað alveg znælduvitlaust vorhret í byrjun Júní 1997 þegar ég og fleiri veltumst um skaflana mígandiblindhaugapöddudrullufull við Ýdali á meðan bændur í sveitinni smöluðu inn kindunum sínum sem voru að bera í snjónum. Sennilega hefur hann séð það fyrir hvað ég yrði blautur og syndugur það sumarið og haft leiðindarveður kvöldið sem ég datt hvað hressilegast í það þetta sumar. Ég er mest hissa á því að hann hafi ekki sett af stað eldgos þegar í flutti til Reykjavíkur árið eftir.
Svo er það Charles green. Ég datt niður á þennan gaur fyrir síðustu jól. Hann hefur farið mikinn á youtube um nokkurt skeið þar sem hann er ævinlega brjálaður yfir einhverju eða þá að hann er að segja skoðanir sínar á hlutum sem fara eitthvað í pirrurnar á honum. Þetta er gefið út fyrir að vera liveshow og komið alveg hrátt inn en við erum nú nokkrir á því að þetta sé allt saman leikið eða kannski ekki allt, svona fifftí fifftí. Sennilega er hann skapstór fyrir og strákurinn hans tekið eitthvert bræðiskastið upp og fíflast til að setja það á netið og fólk eitthvað farið að fíla það og kallin svo farið að taka þátt í þessu með drengnum. Það er svona mín kenning. Þá má hann heita helvíti góður leikari fyrst hann nær að halda sér brjáluðum á orginu í stundum sjö mínútur. Já það mætti brúka hann í leikfélaginu, hefði nú einhver sagt. Þið verðið bara að skoða það sjálf, sjón er sögu ríkari. Charles Green er líka á facebook. Ég ætla að verða eins og hann þegar ég verð gamall.
-------------------------------
Já/neinei, ég hef ekki komið því í verk að gera síðuna eins og ég vil hafa hana og verður því engin músík á næstunni ef það er það sem þú ert að falast eftir. Ég laga það samt fyrir páskana. Lofa samt engu skammirnar ykkar.
föstudagur, apríl 08, 2011
Við sjáum til
Spurning með jáið í þessum Icesave vitlesu. Nú ef við segjum já og borgum þetta frá því að samið var síðast nú þá er engin hætta á að... Æi ég nenni þessu ekki ég sé til með já eða nei en ég ætla ekki að babbla því hvað ég kaus svo að það verði ekki hægt að erfa það við mann eð illa fer með annanhvorn kostinn.
Spurning með jáið í þessum Icesave vitlesu. Nú ef við segjum já og borgum þetta frá því að samið var síðast nú þá er engin hætta á að... Æi ég nenni þessu ekki ég sé til með já eða nei en ég ætla ekki að babbla því hvað ég kaus svo að það verði ekki hægt að erfa það við mann eð illa fer með annanhvorn kostinn.
miðvikudagur, apríl 06, 2011
Neineineineineineineinei
Ég ætla að kjósa og segja nei við þessu icesaverugli. Ég elska land mitt of mikið til að samþykkja svona helvítis vitleysu, þó svo að þeta land sé uppfullt af heimskingjum, þjófum og óþjóðarlýð þá reyni ég að elska það eins og maður sem elskar fjölskyldumeðlimi sína þó svo að þeir séu meingallaðir fæðingarhálfvitar. Þetta þjóðfélag er náttúrulega að verða klikkaðara og bilaðara með hverjum deginum sem líður en það er önnur saga. Og af því að ég set exið við neiið á kjörseðilinn þá vil ég í leiðinni senda bretum og hollendingum þessi skilaboð.
Ég ætla að kjósa og segja nei við þessu icesaverugli. Ég elska land mitt of mikið til að samþykkja svona helvítis vitleysu, þó svo að þeta land sé uppfullt af heimskingjum, þjófum og óþjóðarlýð þá reyni ég að elska það eins og maður sem elskar fjölskyldumeðlimi sína þó svo að þeir séu meingallaðir fæðingarhálfvitar. Þetta þjóðfélag er náttúrulega að verða klikkaðara og bilaðara með hverjum deginum sem líður en það er önnur saga. Og af því að ég set exið við neiið á kjörseðilinn þá vil ég í leiðinni senda bretum og hollendingum þessi skilaboð.
laugardagur, mars 12, 2011
Er þessi bloggsíða mín að drepast?
Sennilega er eitthvað andleysi að ganga yfir mig. Ég hef varla nennt að pára niður einn einasta status á facebook. Þetta er eitthvað... veit það ekki. Maður sest niður og reynir að hugsa upp eitthvað sniðugt en það er ekkert á seyði í heilabúinu og ekkert að gerast. Engin þungi. Ekkert flæði né hreyfing. Engar sveiflur, blæbrigði né breytingar. Og ef hlustað er grannt, heyrist hvorki tónn, hrynjandi né taktsláttur. Bara..... alls ekkert. Og svo babbla ég um þetta andleysi hérna á blogginu.
Sennilega er eitthvað andleysi að ganga yfir mig. Ég hef varla nennt að pára niður einn einasta status á facebook. Þetta er eitthvað... veit það ekki. Maður sest niður og reynir að hugsa upp eitthvað sniðugt en það er ekkert á seyði í heilabúinu og ekkert að gerast. Engin þungi. Ekkert flæði né hreyfing. Engar sveiflur, blæbrigði né breytingar. Og ef hlustað er grannt, heyrist hvorki tónn, hrynjandi né taktsláttur. Bara..... alls ekkert. Og svo babbla ég um þetta andleysi hérna á blogginu.
fimmtudagur, mars 03, 2011
sunnudagur, febrúar 27, 2011
Mamma mía
Það er aldeilis að hann hristir sig. Ég fann andskotann ekki fyrir neinum af þessum skjálftum. En þarna er hægt að sjá á súluriti alla þessa fimmhundruð skjálfta sem riðu yfir suðvesturhlutann í gær. Ég hef einstakt lag á því að finna ekki fyrir jarðskjálftum. Sumarið 2000 reið yfir jarðskjálfti um nótt. Á veggnum yfir hausnum á mér djöflaðist stórt málverk í þungum ramma en ég steinsvaf og hefði vafalaust sofnað fastar við að fá þennan málmramma niður á ennið á mér. Svo var ég á labbi úti á götu þegar það kom skjálfti uppá slatta á richter eða eitthvað og ég fattaði ekki neitt. Svo kom einhver kall út í dyr og gólaði stóreygur "FANNSTU ÞETTA?". "Fann ég hvað?" sagði ég eins og hálfviti. "Ég er ekkert að leita að neinu". Já þetta var í verkfalli strætóbílstjóra og ég að vesenast við að gera við bíl sem ég átti svo að ég þyrfti ekki að labba alla leið frá Hlíðarveginum í Kópavogi og í mjódd til að taka strætó hjá SVR sem var ekki í verkfalli. Helvítis svik að verkföll bitni á mér saklausum manni sem þarf að vera fórnarlamb útsmoginna vinnuveitenda sem nenna ekki að borga þrælunum sínum almennilegt kaup. En ég kom svo druslunni í lag og hef sjaldan notað strætó eftir það. Jú ég notaði strætó í eitt eða tvö ár þegar ég var í fiski vestur á granda. Þvældist onúr Breiðholtinu og þangað niðreftir.
-------------------------------
Mp3 bloggið liggur niðri eins og er, en það mun lagast innan skamms. Örvæntið ekki músíkin fer að hrannast hér inn að nýju. reyndar þá standa til flutningar af blogspot og yfir á svolítið annað en það kemur í ljós þegar það gerist. Annars hvarta ég ekki yfir blogspot. Blogspot hefur verið vinur minn síðan ég byrjaði að blogga hjá honum í nóvember 2002 og munu leiðir okkar skiljast í góðu. En þetta fer allt að bresta á og lögin fara að koma inn að nýju.
Það er aldeilis að hann hristir sig. Ég fann andskotann ekki fyrir neinum af þessum skjálftum. En þarna er hægt að sjá á súluriti alla þessa fimmhundruð skjálfta sem riðu yfir suðvesturhlutann í gær. Ég hef einstakt lag á því að finna ekki fyrir jarðskjálftum. Sumarið 2000 reið yfir jarðskjálfti um nótt. Á veggnum yfir hausnum á mér djöflaðist stórt málverk í þungum ramma en ég steinsvaf og hefði vafalaust sofnað fastar við að fá þennan málmramma niður á ennið á mér. Svo var ég á labbi úti á götu þegar það kom skjálfti uppá slatta á richter eða eitthvað og ég fattaði ekki neitt. Svo kom einhver kall út í dyr og gólaði stóreygur "FANNSTU ÞETTA?". "Fann ég hvað?" sagði ég eins og hálfviti. "Ég er ekkert að leita að neinu". Já þetta var í verkfalli strætóbílstjóra og ég að vesenast við að gera við bíl sem ég átti svo að ég þyrfti ekki að labba alla leið frá Hlíðarveginum í Kópavogi og í mjódd til að taka strætó hjá SVR sem var ekki í verkfalli. Helvítis svik að verkföll bitni á mér saklausum manni sem þarf að vera fórnarlamb útsmoginna vinnuveitenda sem nenna ekki að borga þrælunum sínum almennilegt kaup. En ég kom svo druslunni í lag og hef sjaldan notað strætó eftir það. Jú ég notaði strætó í eitt eða tvö ár þegar ég var í fiski vestur á granda. Þvældist onúr Breiðholtinu og þangað niðreftir.
-------------------------------
Mp3 bloggið liggur niðri eins og er, en það mun lagast innan skamms. Örvæntið ekki músíkin fer að hrannast hér inn að nýju. reyndar þá standa til flutningar af blogspot og yfir á svolítið annað en það kemur í ljós þegar það gerist. Annars hvarta ég ekki yfir blogspot. Blogspot hefur verið vinur minn síðan ég byrjaði að blogga hjá honum í nóvember 2002 og munu leiðir okkar skiljast í góðu. En þetta fer allt að bresta á og lögin fara að koma inn að nýju.
þriðjudagur, febrúar 22, 2011
Einkennilegt
Rúmfaratalgerinn er leiðinleg verslun en ég neyddist til að fara þangað í gær til að kaupa dúk á eldhúsborðið. Þurfti svo óvænt að skíta og rauk inn á klósett og settist á dolluna en fannst eins og einhver væri að fylgjast með mér. Óþægileg tilfinning á meðan maður er að gera stykkin sín. Svo var mér litið til hægri þegar ég sá sjálfan mig skíta í speglinum við hliðina á mér. Það var skrítið að sjá það.
Rúmfaratalgerinn er leiðinleg verslun en ég neyddist til að fara þangað í gær til að kaupa dúk á eldhúsborðið. Þurfti svo óvænt að skíta og rauk inn á klósett og settist á dolluna en fannst eins og einhver væri að fylgjast með mér. Óþægileg tilfinning á meðan maður er að gera stykkin sín. Svo var mér litið til hægri þegar ég sá sjálfan mig skíta í speglinum við hliðina á mér. Það var skrítið að sjá það.
mánudagur, febrúar 14, 2011
Ekkert væl !
Þarf að vesenast við að finna nýjan útgefanda. Fyrirtækið sem ég hef hangið á í töluvert langan tíma gaf mér loksins lokasvarið sem var neikvætt. Þó að áhugi hafi verið fyrir því að gefa krimmann minn út þá þurftu þeir að forgangsraða í fjandans kreppunni og ekki hægt að gefa allt út það sem menn hefðu viljað og í ofanálag er það töluvert mikið risk að fyrir forlögin að fara með nýjan rithöfund út á hinn grimma bókamarkað. Það verður að hafa það og ég þarf þá að bögglast með útprentaða blaðabunkann minn áfram á milli forlaga. Er reyndar í því þessa dagana að yfirfara og snurfusa. Bætti reyndar við svolítilli erótík. Held að slíkt verði að fá að vera með. Það er líka svolítill línudans að skrifa erótík því að það þarf að passa uppá að detta ekki ofan í eitthvað helvítis klám en ég náði að stíga þann dans nokkuð vel. Við sjáum hvað setur. Ég fer væntanlega með bunkann minn í útgefanda sem hyggur á að gefa út glæpasögu. Ég þarf held ég ekkert að vera smeykur um einhver leiðindi í sambandi við að þurfa að vinna eitthvað betur og þetta sé svona og svona og gangi ekki upp því að prófessjónal bókmentalið er búið að skoða þetta hefur litist vel á. Það eina sem ég þarf að vona er að útgefandanum líki sagan. Sjáum hvernig þetta fer.
Þarf að vesenast við að finna nýjan útgefanda. Fyrirtækið sem ég hef hangið á í töluvert langan tíma gaf mér loksins lokasvarið sem var neikvætt. Þó að áhugi hafi verið fyrir því að gefa krimmann minn út þá þurftu þeir að forgangsraða í fjandans kreppunni og ekki hægt að gefa allt út það sem menn hefðu viljað og í ofanálag er það töluvert mikið risk að fyrir forlögin að fara með nýjan rithöfund út á hinn grimma bókamarkað. Það verður að hafa það og ég þarf þá að bögglast með útprentaða blaðabunkann minn áfram á milli forlaga. Er reyndar í því þessa dagana að yfirfara og snurfusa. Bætti reyndar við svolítilli erótík. Held að slíkt verði að fá að vera með. Það er líka svolítill línudans að skrifa erótík því að það þarf að passa uppá að detta ekki ofan í eitthvað helvítis klám en ég náði að stíga þann dans nokkuð vel. Við sjáum hvað setur. Ég fer væntanlega með bunkann minn í útgefanda sem hyggur á að gefa út glæpasögu. Ég þarf held ég ekkert að vera smeykur um einhver leiðindi í sambandi við að þurfa að vinna eitthvað betur og þetta sé svona og svona og gangi ekki upp því að prófessjónal bókmentalið er búið að skoða þetta hefur litist vel á. Það eina sem ég þarf að vona er að útgefandanum líki sagan. Sjáum hvernig þetta fer.
miðvikudagur, febrúar 02, 2011
Draumur í nótt
Í nótt dreymdi mig að ég væri búsettur í stórri íbúð einhverstaðar rétt utan við borgina og hélt þar mikið teiti með mörgu fólki. Svo er það furðulega að sem gerist þegar mig dreymir fólk, þarna dreymdi mig allskonar fólk bæði fólk sem ég þekki vel og úr öllum áttum og svo annað fólk sem ég veit rétt svo hvað er eða hef kannski oft séð bregða fyrir einhverstaðar, eins og á Hlemmi t.d. Svo var auðvitað líka fólk sem ég hef aldrei séð og er e.t.v. ekki til. Nú, ég deildi út smartís í fólkið en svo byrjaði að óma einhverstaðar í loftinu Ticket To Ride með Bítlunum "....The girl that's driving me mad. Is going away. She's got a ticket to ri-hide, she's got a ticket to ri-hi-hide, she's got a ticket to ride, but she don't care". Fóru margir að dansa á stofugólfinu. Snorri í Stafni var meðal þeirra sem dönsuðu. Dansaði hann við litla hnátu.
Beatles - Ticket To Ride
Í nótt dreymdi mig að ég væri búsettur í stórri íbúð einhverstaðar rétt utan við borgina og hélt þar mikið teiti með mörgu fólki. Svo er það furðulega að sem gerist þegar mig dreymir fólk, þarna dreymdi mig allskonar fólk bæði fólk sem ég þekki vel og úr öllum áttum og svo annað fólk sem ég veit rétt svo hvað er eða hef kannski oft séð bregða fyrir einhverstaðar, eins og á Hlemmi t.d. Svo var auðvitað líka fólk sem ég hef aldrei séð og er e.t.v. ekki til. Nú, ég deildi út smartís í fólkið en svo byrjaði að óma einhverstaðar í loftinu Ticket To Ride með Bítlunum "....The girl that's driving me mad. Is going away. She's got a ticket to ri-hide, she's got a ticket to ri-hi-hide, she's got a ticket to ride, but she don't care". Fóru margir að dansa á stofugólfinu. Snorri í Stafni var meðal þeirra sem dönsuðu. Dansaði hann við litla hnátu.
Beatles - Ticket To Ride
sunnudagur, janúar 30, 2011
Slakur prinsippmaður
Einu sinni ætlaði ég mér að flytja í Borgarnes. Það var í lok maí árið 2000 sem ég tók þá ákvörðun að ég yrði fyrir sunnan út sumarið við að keyra út pizzur sem ég vann þá við og færi síðan í Borgarnes á sláturtíð þegar það tæki að hausta. Ég þekkti engan þar og fannst því nokkuð spennandi að fara úr borginni og eitthvert þar sem ég hafði sjaldan staldrað við og þekkti engan. Reyndar vissi ég að Sveinn M. Eiðsson ætti heima í Borgarnesi og hafði heyrt margar sögur af honum og að þetta væri skemmtilegur maður. Ég ásetti mér því að kynnast Sveini ef ég settist þarna að eitthvað varanlega. Þessi Borgarnesjar flutningur átti þó eiginlega að vera millilending á leiðinni norður, þangað sem ég ætlaði að setjast endanlega að. Ég hef þó ekki enn flutt í Borgarnes né hef heldur ekki sest að fyrir norðan. Reyndar hefði ég aldrei kynnst Sveini M. Eiðssyni þó að ég hefði farið á sláturtíð þetta haust því að hann dó þarna um sumarið. En já ég er ennþá í Reykjavík. Ég ætlaði aldrei að búa í Reykjavík, Það var prinsipp. Reyndar hef ég einstakt lag á því að brjóta mín prinsipp. Ég ætlaði aldrei að taka bílalán, það var prinsipp. Ég ætlaði aldrei að fá mér visakort, það var prinsipp. Ég ætlaði aldrei að drulla uppá bak með visakort, það var prinsipp. Ég ætlaði aldrei að vera með stöð2, það var líka prinsipp. Allt saman prinsipp sem ég hef þverbrotið og brennt og mörg önnur líka. Ég á þá ekki eftir annað en að giftast, kaupa mér áskrift að DV, fá mér vinnu á línuskipi eða vinna fyrir Vísi HF í Grindavík að þá eru öll prinsipp farin til helvítis. Að vísu verða alltaf til ný og ný prinsipp þegar ég brýt eitt að þá verður annað til. Ég er sumsé lélegur prinsippmaður eða bara ekki nógu andskoti þrjóskur til þess að geta sett mér eitthvað slíkt.
Einu sinni ætlaði ég mér að flytja í Borgarnes. Það var í lok maí árið 2000 sem ég tók þá ákvörðun að ég yrði fyrir sunnan út sumarið við að keyra út pizzur sem ég vann þá við og færi síðan í Borgarnes á sláturtíð þegar það tæki að hausta. Ég þekkti engan þar og fannst því nokkuð spennandi að fara úr borginni og eitthvert þar sem ég hafði sjaldan staldrað við og þekkti engan. Reyndar vissi ég að Sveinn M. Eiðsson ætti heima í Borgarnesi og hafði heyrt margar sögur af honum og að þetta væri skemmtilegur maður. Ég ásetti mér því að kynnast Sveini ef ég settist þarna að eitthvað varanlega. Þessi Borgarnesjar flutningur átti þó eiginlega að vera millilending á leiðinni norður, þangað sem ég ætlaði að setjast endanlega að. Ég hef þó ekki enn flutt í Borgarnes né hef heldur ekki sest að fyrir norðan. Reyndar hefði ég aldrei kynnst Sveini M. Eiðssyni þó að ég hefði farið á sláturtíð þetta haust því að hann dó þarna um sumarið. En já ég er ennþá í Reykjavík. Ég ætlaði aldrei að búa í Reykjavík, Það var prinsipp. Reyndar hef ég einstakt lag á því að brjóta mín prinsipp. Ég ætlaði aldrei að taka bílalán, það var prinsipp. Ég ætlaði aldrei að fá mér visakort, það var prinsipp. Ég ætlaði aldrei að drulla uppá bak með visakort, það var prinsipp. Ég ætlaði aldrei að vera með stöð2, það var líka prinsipp. Allt saman prinsipp sem ég hef þverbrotið og brennt og mörg önnur líka. Ég á þá ekki eftir annað en að giftast, kaupa mér áskrift að DV, fá mér vinnu á línuskipi eða vinna fyrir Vísi HF í Grindavík að þá eru öll prinsipp farin til helvítis. Að vísu verða alltaf til ný og ný prinsipp þegar ég brýt eitt að þá verður annað til. Ég er sumsé lélegur prinsippmaður eða bara ekki nógu andskoti þrjóskur til þess að geta sett mér eitthvað slíkt.
miðvikudagur, janúar 26, 2011
Það er best að ég bloggi
Já já ég er að reyna að vera í gír. Ég er ekkert að gera og fylgist ekki einu sinni með fréttum. Skrifin eru í lágmarki þó að ég velti stöðugt fyrir mér lífsins gátum. Ég er búinn að lesa bók sem nefnist 19. Nóvember. SKO..... Bókin er æviminningar Hauks Guðmundssonar fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns í Keflavík. Hann ásamt öðrum sá um svokallaða Keflavíkurrannsókn Geirfinnsmálsins og segir þar frá hinni árangurslausu rannsókn þar sem enginn komst til botns í neinu og ekkert varð til þess að nokkuð kom í ljós um afdrif Geirfinns. Mér finnst samt eitt athyglisvert þegar ég hef lesið þessa bók, þar sem ég hafði áður lesið þetta, að umræddur X, hafi hvergi komið við sögu þessarar rannsóknar. Gvend fór þegar að gruna ýmislegt ljótt þegar skoðað er að bæði X og Haukur eru jafnaldrar og hafa báðir eytt æskuárum sínum í sama sjávarþorpinu, Vogum á Vatnsleysuströnd. Samsæriskenning mín er sú að þeir hafi þekkst frá blautu barnsbeini, verið æskufélagar og X því treyst sínum gamla vini fyrir þessu ljóta leyndarmáli og Haukur því reynt að draga athyglina frá X í þessari Keflavíkurrannsókn og rannsókn málsins verið tóm endaleysa og eitt stórt leikrit.
Hvað er hæft í því að teiknari úr Keflavík, Magnús Gíslason hafi sagt svo frá að lögreglumenn hafi látið sig hafa Ljósmynd af Magnúsi Leópoldssyni til að láta hann líkjast leirstyttunni sem gerð var eftir lýsingum af manninum sem kom í hafnarbúðina í Keflavík þann 19. Nóvember, kvöldið sem Geirfinnur hvarf? Hæpið að hann hafi verið að ljúga því að gamni sínu. Hvað olli því að mennirnir sem Geirfinnur hafði mælt sér móts við fundust aldrei og því gáfu þeir sig aldrei fram ? Hvers vegna var verið að tengja hvarf Geirfinns við spírasmygl ? Ég hef heyrt sögur um það að X hafi staðið í slíkum innflutningi og hafi hagnast verulega með því. Maður vonar að þeir sem bera ábyrg á hvarfi Geirfinns og viti hvar hann liggur geymi í banka hólfi upplýsingar um það hvar honum hefur verið komið fyrir eða glopri því þá út úr sér á dánarbeði bara til þess að börnin hans geti haldið honum útför. Ég vil engan meiða með þessum skrifum ég er réttsvo að hugsa upphátt og segja ykkur hvað ég held. Það sem ég held um þetta mál er að þeir sem að sáu um að rannsaka hvarf Geirfinns hafi ekki hreina samvisku, enginn þeirra og höfuðpaurar þessara rannsókna bæði í Reykjavík og í Keflavík viti sitthvað um það sem gerðist í raun og veru þar sem eitthvert hippagengi úr Reykjavík sem fíflaðist við að smákrimmast og reykja hass hafi verið tekið og barið og pyndað til þess að játa á sig Geirfinnsmálið. Og svo til púsla þessum hippum saman í grjótið og til að hafa þau inni sem lengst tókst þessum herramönnum að klína á þau annað mannshvarf ótengt Geirfinnsmálinu.
Ég vissi í rauninni ekkert þennan Hauk var né afhverju leirstyttan ætti að hafa verið smíðuð eftir ljósmynd af Magnúsi Leópoldssyni. Einhvernveginn fannst mér samt vanta kubb í púsluspilið um X en bíngó þarna las ég þessa ævisögu og sá púslið sem vantaði og styrkir þá kenningu Guðrðunar Magneu Helgadóttur sem allir segja að sé geðveik og kolklikkuð kerling. Ég held bara að mergur málsins sé að við séum of miklir þorskhausar til að ætla að standa í að gera nokkuð frekar í þessu máli, láta þetta viðgangast eins og annað, láta ríða okkur í rassgatið allstaðar í öllu þar sem réttlætið ætti að ná fram að ganga jafnvel þó að einhver komi með eitthvað nýtt og eitthvað öðruvísi en annað án þess að viðkomandi sé dæmdur geðveikur og ekki viðbjargandi. Þetta réttarkerfi er bara svo gjörspillt og svo margir með óhreinar hendur í þessu máli að það verður aldrei tekið upp jafnvel þó að ljóst sé hvernig málin liggja. Maður vonar bara að einhver sem veit þetta auli því út úr sér á áður en hann drepst og segi frá hvar Geirfinnur var dysjaður svo að fólkið hans geti haldið honum sómasamlega útför.
Jæja, það er best að hella upp á kaffi núna.
Já já ég er að reyna að vera í gír. Ég er ekkert að gera og fylgist ekki einu sinni með fréttum. Skrifin eru í lágmarki þó að ég velti stöðugt fyrir mér lífsins gátum. Ég er búinn að lesa bók sem nefnist 19. Nóvember. SKO..... Bókin er æviminningar Hauks Guðmundssonar fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns í Keflavík. Hann ásamt öðrum sá um svokallaða Keflavíkurrannsókn Geirfinnsmálsins og segir þar frá hinni árangurslausu rannsókn þar sem enginn komst til botns í neinu og ekkert varð til þess að nokkuð kom í ljós um afdrif Geirfinns. Mér finnst samt eitt athyglisvert þegar ég hef lesið þessa bók, þar sem ég hafði áður lesið þetta, að umræddur X, hafi hvergi komið við sögu þessarar rannsóknar. Gvend fór þegar að gruna ýmislegt ljótt þegar skoðað er að bæði X og Haukur eru jafnaldrar og hafa báðir eytt æskuárum sínum í sama sjávarþorpinu, Vogum á Vatnsleysuströnd. Samsæriskenning mín er sú að þeir hafi þekkst frá blautu barnsbeini, verið æskufélagar og X því treyst sínum gamla vini fyrir þessu ljóta leyndarmáli og Haukur því reynt að draga athyglina frá X í þessari Keflavíkurrannsókn og rannsókn málsins verið tóm endaleysa og eitt stórt leikrit.
Hvað er hæft í því að teiknari úr Keflavík, Magnús Gíslason hafi sagt svo frá að lögreglumenn hafi látið sig hafa Ljósmynd af Magnúsi Leópoldssyni til að láta hann líkjast leirstyttunni sem gerð var eftir lýsingum af manninum sem kom í hafnarbúðina í Keflavík þann 19. Nóvember, kvöldið sem Geirfinnur hvarf? Hæpið að hann hafi verið að ljúga því að gamni sínu. Hvað olli því að mennirnir sem Geirfinnur hafði mælt sér móts við fundust aldrei og því gáfu þeir sig aldrei fram ? Hvers vegna var verið að tengja hvarf Geirfinns við spírasmygl ? Ég hef heyrt sögur um það að X hafi staðið í slíkum innflutningi og hafi hagnast verulega með því. Maður vonar að þeir sem bera ábyrg á hvarfi Geirfinns og viti hvar hann liggur geymi í banka hólfi upplýsingar um það hvar honum hefur verið komið fyrir eða glopri því þá út úr sér á dánarbeði bara til þess að börnin hans geti haldið honum útför. Ég vil engan meiða með þessum skrifum ég er réttsvo að hugsa upphátt og segja ykkur hvað ég held. Það sem ég held um þetta mál er að þeir sem að sáu um að rannsaka hvarf Geirfinns hafi ekki hreina samvisku, enginn þeirra og höfuðpaurar þessara rannsókna bæði í Reykjavík og í Keflavík viti sitthvað um það sem gerðist í raun og veru þar sem eitthvert hippagengi úr Reykjavík sem fíflaðist við að smákrimmast og reykja hass hafi verið tekið og barið og pyndað til þess að játa á sig Geirfinnsmálið. Og svo til púsla þessum hippum saman í grjótið og til að hafa þau inni sem lengst tókst þessum herramönnum að klína á þau annað mannshvarf ótengt Geirfinnsmálinu.
Ég vissi í rauninni ekkert þennan Hauk var né afhverju leirstyttan ætti að hafa verið smíðuð eftir ljósmynd af Magnúsi Leópoldssyni. Einhvernveginn fannst mér samt vanta kubb í púsluspilið um X en bíngó þarna las ég þessa ævisögu og sá púslið sem vantaði og styrkir þá kenningu Guðrðunar Magneu Helgadóttur sem allir segja að sé geðveik og kolklikkuð kerling. Ég held bara að mergur málsins sé að við séum of miklir þorskhausar til að ætla að standa í að gera nokkuð frekar í þessu máli, láta þetta viðgangast eins og annað, láta ríða okkur í rassgatið allstaðar í öllu þar sem réttlætið ætti að ná fram að ganga jafnvel þó að einhver komi með eitthvað nýtt og eitthvað öðruvísi en annað án þess að viðkomandi sé dæmdur geðveikur og ekki viðbjargandi. Þetta réttarkerfi er bara svo gjörspillt og svo margir með óhreinar hendur í þessu máli að það verður aldrei tekið upp jafnvel þó að ljóst sé hvernig málin liggja. Maður vonar bara að einhver sem veit þetta auli því út úr sér á áður en hann drepst og segi frá hvar Geirfinnur var dysjaður svo að fólkið hans geti haldið honum sómasamlega útför.
Jæja, það er best að hella upp á kaffi núna.
sunnudagur, janúar 16, 2011
Látinn
Sænski leikarinn Per Oscarsson dó um daginn ásamt konunni sinni þegar það kviknaði í húsi þeirra hjóna. Ömurlegt að Per og frú hans skuli hafa hvatt þennan heim með svo sviplegum hætti. Per Oscarsson kom mikið fyrir í bíómyndum og hlutverkin því óteljandi. Mér þótti hann alltaf helvíti góður hvar sem honum brá fyrir í stærri eða smærri hlutverkum en mér eru minnistæðastir þættirnir Polisen sem voru sýndir á RÚV einhverntímann um og uppúr 1995 þegar ég var unglingsgrey. Þetta voru léttir lögguþættir í þremur eða fjórum seríum þar sem Per Oscarsson lék aðal löggukallinn Gustav Jörgensson. Í einum þáttanna teygði sögusviðið sig alla leið hingað til Íslands þar sem atriði áttu sér stað við Goðafoss og Mývatn(Þeir hefðu betur átt að staldra við á milli þessara tveggja staða taka atriðin upp á Laugum *prump*). En góðir þættir og ég passaði uppá að missa ekki af neinum þeirra og já, blessuð sé minning þessa snillings.
--------------------------------------------
Svo fyrir ári og mannsævi síðan þá datt ég niður á endalagið úr Polisen og hélt því til haga einhverra hluta vegna. Já já það er þá best að ég láti það þá fylgja með úr því að ég á það til.
Endalagið úr Polisen
Sænski leikarinn Per Oscarsson dó um daginn ásamt konunni sinni þegar það kviknaði í húsi þeirra hjóna. Ömurlegt að Per og frú hans skuli hafa hvatt þennan heim með svo sviplegum hætti. Per Oscarsson kom mikið fyrir í bíómyndum og hlutverkin því óteljandi. Mér þótti hann alltaf helvíti góður hvar sem honum brá fyrir í stærri eða smærri hlutverkum en mér eru minnistæðastir þættirnir Polisen sem voru sýndir á RÚV einhverntímann um og uppúr 1995 þegar ég var unglingsgrey. Þetta voru léttir lögguþættir í þremur eða fjórum seríum þar sem Per Oscarsson lék aðal löggukallinn Gustav Jörgensson. Í einum þáttanna teygði sögusviðið sig alla leið hingað til Íslands þar sem atriði áttu sér stað við Goðafoss og Mývatn(Þeir hefðu betur átt að staldra við á milli þessara tveggja staða taka atriðin upp á Laugum *prump*). En góðir þættir og ég passaði uppá að missa ekki af neinum þeirra og já, blessuð sé minning þessa snillings.
--------------------------------------------
Svo fyrir ári og mannsævi síðan þá datt ég niður á endalagið úr Polisen og hélt því til haga einhverra hluta vegna. Já já það er þá best að ég láti það þá fylgja með úr því að ég á það til.
Endalagið úr Polisen
laugardagur, janúar 08, 2011
Diskakrot
Og auðvitað varð ég að hlaupa upp til handa og fóta. Þeir Frank og Casper árituðu fyrir mig dvd diskana þegar þeir voru síðast hérna á grjótskerinu kalda en ég þurfti að vera svo mikill asni að vera búinn að lána einn diskinn, þannig að það var allt safnið áritað nema þessi eini sem var í láni. Þar sem þeir hafa verið á landinu síðustu daga, skellti mér í skó, stökk uppí bíl og brunaði í bæinn og sat svo fyrir þeim þar sem þeir áttu leið um. Þeir voru hressir að vanda, árituðu þetta eina eintak sem var eftir óáritað og kjöftuðu alveg helling. Þetta eru fínir gaurar.
---------------------------
Ég var að klára að lesa Snjóblindu. Þetta er sæmilegasti krimmi, stíllinn góður og fléttan stórgóð. Þurfti samt að gefa mér pásu og pásu inn á milli því að þetta var ekkert að grípa mig neitt rosalega. Öll spennan var sumsé í lágmarki. Samt er alltaf gaman að lesa glæpasögur sem gerast annarstaðar en í Reykjavík þar sem sögusvið bókarinnar er Siglufjörður. Þar sem ég hef þá klárað Snjóblindu og Furðustrandir þá er ég búinn að taka upp Ég Man Þig eftir Yrsu sigurðardóttur. Hlakka til að sökkva mér oní þá skruddu.
Og auðvitað varð ég að hlaupa upp til handa og fóta. Þeir Frank og Casper árituðu fyrir mig dvd diskana þegar þeir voru síðast hérna á grjótskerinu kalda en ég þurfti að vera svo mikill asni að vera búinn að lána einn diskinn, þannig að það var allt safnið áritað nema þessi eini sem var í láni. Þar sem þeir hafa verið á landinu síðustu daga, skellti mér í skó, stökk uppí bíl og brunaði í bæinn og sat svo fyrir þeim þar sem þeir áttu leið um. Þeir voru hressir að vanda, árituðu þetta eina eintak sem var eftir óáritað og kjöftuðu alveg helling. Þetta eru fínir gaurar.
---------------------------
Ég var að klára að lesa Snjóblindu. Þetta er sæmilegasti krimmi, stíllinn góður og fléttan stórgóð. Þurfti samt að gefa mér pásu og pásu inn á milli því að þetta var ekkert að grípa mig neitt rosalega. Öll spennan var sumsé í lágmarki. Samt er alltaf gaman að lesa glæpasögur sem gerast annarstaðar en í Reykjavík þar sem sögusvið bókarinnar er Siglufjörður. Þar sem ég hef þá klárað Snjóblindu og Furðustrandir þá er ég búinn að taka upp Ég Man Þig eftir Yrsu sigurðardóttur. Hlakka til að sökkva mér oní þá skruddu.
miðvikudagur, janúar 05, 2011
Alltaf í boltanum
Núna á ég Kobe Bryant treyju. Var að spá í að versla mér Rambis treyju næst. Kurt Rambis var flottur þó hann væri bara svona meðal lúði í NBA-deildinni en fékk mesta athygli út á hormottu og gleraugu. Bara svona fyndinn lúði og lala leikmaður. Hann er að vísu núna sem einhver framkvæmdablabla kall eitthvað hjá einhverju liði í NBA núna. Sá viðtal við hann á nba-tv fyrir fáeinum árum þar sem hann var greinilega kominn með linsur og búinn að skafa burt mottuna. Asnalegt að sjá hann þannig. En nú fer senn að styttast í NBA Allstar weekend og ætla ég að fylgjast með því á Stöð2 Sport. Jei þetta dæmi verður haldið í L.A. Djöfull væri ég til í að vera þar.
------------------------------------------------------
Þetta er gott. Það lífgar umhverfið við og maður byrjar ósjálfrátt að dilla sér við þetta. Dilla sér silla sér dilla sér dilla sér dilli dilli dill...
Louis Armstrong & Danny Kaye - When The Saint Go Marching In
Núna á ég Kobe Bryant treyju. Var að spá í að versla mér Rambis treyju næst. Kurt Rambis var flottur þó hann væri bara svona meðal lúði í NBA-deildinni en fékk mesta athygli út á hormottu og gleraugu. Bara svona fyndinn lúði og lala leikmaður. Hann er að vísu núna sem einhver framkvæmdablabla kall eitthvað hjá einhverju liði í NBA núna. Sá viðtal við hann á nba-tv fyrir fáeinum árum þar sem hann var greinilega kominn með linsur og búinn að skafa burt mottuna. Asnalegt að sjá hann þannig. En nú fer senn að styttast í NBA Allstar weekend og ætla ég að fylgjast með því á Stöð2 Sport. Jei þetta dæmi verður haldið í L.A. Djöfull væri ég til í að vera þar.
------------------------------------------------------
Þetta er gott. Það lífgar umhverfið við og maður byrjar ósjálfrátt að dilla sér við þetta. Dilla sér silla sér dilla sér dilla sér dilli dilli dill...
Louis Armstrong & Danny Kaye - When The Saint Go Marching In
þriðjudagur, janúar 04, 2011
Hundsstirðningur
Já ok, ég var ekkert búinn að blogga á nýja árinu. uhh.. já, ég.. ég finn allavega ekki muninn á 2010 og 2011 mér líður bara eins en þá er bara að bíða eftir því að það komi eitthvað meira fun úr því að jólin eru að verða búin. Það verður væntanlega þorrablótast eitthvað og svo koma páskar og þá fer maður að bíða eftir nýju sumri. Og þá er hægt að fara og veiða eitthvað. Ég kíkti reyndar upp að Reynisvatni í gær en það var auðvitað enginn ís til að dorga niðrum. Smá klakaþil yfir vatninu og vatn yfir því sem var rértt svo frosið þannig að hundur hefði dottið í gegn um það. Nei ég bít bara í súra eplið og bíð eftir því að það vori og fer þá að veiða. Bíða bíða alltaf að bíða.
Já ok, ég var ekkert búinn að blogga á nýja árinu. uhh.. já, ég.. ég finn allavega ekki muninn á 2010 og 2011 mér líður bara eins en þá er bara að bíða eftir því að það komi eitthvað meira fun úr því að jólin eru að verða búin. Það verður væntanlega þorrablótast eitthvað og svo koma páskar og þá fer maður að bíða eftir nýju sumri. Og þá er hægt að fara og veiða eitthvað. Ég kíkti reyndar upp að Reynisvatni í gær en það var auðvitað enginn ís til að dorga niðrum. Smá klakaþil yfir vatninu og vatn yfir því sem var rértt svo frosið þannig að hundur hefði dottið í gegn um það. Nei ég bít bara í súra eplið og bíð eftir því að það vori og fer þá að veiða. Bíða bíða alltaf að bíða.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)